Útboð í gangi

Valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Á grundvelli fyrirætlana um að leggja fram valfrjálst tilboð hefur Reginn hf. kt., 630109-1080, til heimilis að Hagasmára 1, 201 Kópavogi („tilboðsgjafi“ eða „Reginn“) gert hluthöfum í Eik fasteignafélagi hf., kt. 590902-3730, Sóltúni 26, 105 Reykjavík („Eik“) valfrjálst tilboð („tilboðið“) í samræmi við opinbert tilboðsyfirlit, dags. 10. júlí 2023 („tilboðsyfirlitið“). Með viðauka við tilboðsyfirlitið, dagsettum 14. september 2023, var tilboðinu breytt á þann hátt að tilboðsverðið fyrir hvern hlut í Eik var hækkað úr 0,452 hlutum í Regin í 0,489 hluti. Tilboðsyfirlitið ásamt viðaukanum er hægt að nálgast á heimasíðu Regins, www.reginn.is, í fréttakerfi Nasdaq Iceland og á heimasíðu Íslandsbanka, www.islandsbanki.is.

Kauptilboðið er opið frá 10. júl. 2023, kl. 13:00 til 21. maí 2024, kl. 13:00

Valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Rafræn skilríki

Rafræn innskráning er í gegnum Ísland.is. Hægt er að skrá sig með rafrænum skilríkjum í síma og á korti.

Innskráning - varaleiðNýskráning

Lykilorð verður sent í heimabanka