Útboð í gangi

Tilboðsbók A - Íslandshótel hf.

Tilboðsbók A er fyrir áskriftir frá 100.000,- kr. til 20.000.000,- kr. og er á föstu verði 50,0- kr. á hlut.

Í tilboðsbók A verða boðnir til sölu 51.441.994 hlutir (20% af stærð útboðsins) og í tilboðsbók B verða 205.767.978 hlutir (80% af stærð útboðsins) boðnir til sölu. Heimild er fyrir stjórn Íslandshótela hf. til að færa hluti milli tilboðsbókar A og B.

Íslandsbanki og Kvika banki eru umsjónaraðilar útboðsins og töku hluta Íslandshótela til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í kjölfar útboðs.

Útboðið hefst kl. 10:00 þann 14. maí 2024 og lýkur kl. 16:00 þann 22. maí 2024. Áætlað er að niðurstöður útboðsins verði tilkynntar eigi síðar en þann 23. maí 2024. Gjalddagi og eindagi viðskiptanna er áætlaður þriðjudaginn 28. maí 2024. 

Nánari upplýsingar um Íslandshótel hf., hlutabréf félagsins og skilmála útboðsins má finna í lýsingu félagsins sem dagsett er 13. maí 2024 auk fjárfestakynningar sem birt hefur verið á www.islandshotel.is/fjarfestar, www.islandsbanki.is/islandshotel og www.kvika.is/islandshotel.

Útboðið er opið frá 14. maí 2024, kl. 10:00 til 22. maí 2024, kl. 16:00

Tilboðsbók A - Íslandshótel hf.

Tilboðsbók B - Íslandshótel hf.

Tilboðsbók B er fyrir áskriftir yfir 20.000.000,-  kr. og er lágmarkstilboð 50,- kr. á hlut.

Í tilboðsbók A verða boðnir til sölu 51.441.994 hlutir (20% af stærð útboðsins) og í tilboðsbók B verða 205.767.978 hlutir (80% af stærð útboðsins) boðnir til sölu. Heimild er fyrir stjórn Íslandshótela hf. til að færa hluti milli tilboðsbókar A og B.

Íslandsbanki og Kvika eru umsjónaraðilar útboðsins og töku hluta Íslandshótela til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í kjölfar útboðs.

Útboðið hefst kl. 10:00 þann 14. maí 2024 og lýkur kl. 16:00 þann 22. maí 2024. Áætlað er að niðurstöður útboðsins verði tilkynntar eigi síðar en þann 23. maí 2024. Gjalddagi og eindagi viðskiptanna er áætlaður þriðjudaginn 28. maí 2024. 

Útboðið er opið frá 14. maí 2024, kl. 10:00 til 22. maí 2024, kl. 16:00

Tilboðsbók B - Íslandshótel hf.

Rafræn skilríki

Rafræn innskráning er í gegnum Ísland.is. Hægt er að skrá sig með rafrænum skilríkjum í síma og á korti.

Innskráning - varaleið



Nýskráning

Lykilorð verður sent í heimabanka